Kaffiþambarar kópera þjóðfundinn

Vandað og vel fjármagnað kynningarefni fyrir gerfigrasrótina Kaffiþamb er farið að birtast.  Þar er fólk hvatt til að koma saman í kaffi og meinlaust spjall.  „Við vitum að stjórnvöld eru ekki óvinur fólksins, heldur tjáning á vilja fjöldans,“ segir talsmaður.  Þannig að þegar Obama eykur herumsvif þvert á vilja þjóðarinnar, þá er það tjáning á vilja fjöldans, þó fjöldinn vilji hætta herbröltinu.  Sama sagan er með Davíð og Halldór, þegar þeir lýstu Íslendinga meðal viljugustu þjóða til hernaðar, þá var það tjáning á vilja fólksins.  Hitler var tjáning á vilja þýsku þjóðarinnar og Stalín samnefnari allra í Sovétríkjunum.

Kaffiþambararnir búa til skilti og hella uppá og bjóða svo öllum, stjórnvaldahollum að koma og rabba saman og útbúa meinlaus og meiningarlítil slagorð sem þeir krabba á skilti, sem þeir geta sett upp á friðsaman hátt úti í eyðimörk eða á öðrum málfrelsissvæðum.

Slagorðin eru fundin með ‘consensus’, eða með því að skipta þáttakendum í litla hópa sem koma sér saman um eitthvað ‘orð’ sem lýsir … ja, sem minnstu.

Alveg eins og þjóðfundurinn okkar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s