Frelsi frá umhverfiskreddunum

Lawrence Solomon talaði á fundi Colorado Minig Association fyrr í febrúar og bar erindi hans yfirskriftina „Veðurfarsbreytingar: Eru vísindaleg deilumál virkilega útkljáð?

Hann sagði í erindi sínu:

Það virtist góður titill þegar erindið var sett á dagskrá, í október 2009.  En margt hefur gerst síðan í október. 

Þar á ég sérstaklega við Climategate, en það kom upp á yfirborðið mánuði síðar, í nóvember.  Þið sem ekki hafið heyrt af Climategate, þá var það birting – sennilega leki frá innanbúðarmanni – á um 3.000 skjölum, þar af mikið af tölvupósti milli helstu málsvara kenningarinnar um hnattræna hlýnun af mannavöldum.  Ég kalla þá „dómsdagsspámenn“, ekki í niðrandi merkingu, heldur vegna þess að það orð lýsir best skilaboðum þeirra.

Áður en tölvuskeytin komu fram voru dómsdagsspámenn þegar í vanda.  Almenningsálit í Bandaríkjunum, Bretlandi og öðrum löndum hafði snúist gegn kenningum þeirra um að mannkyn sé ábyrgt fyrir svo mikilli hnattrænni hlýnun að hætta steðji af.

Eftir Climategate hefur álit áhrifafólks einnig tekið að snúast gegn þeim.  Ég held því nú fram með mikilli vissu að það verða engin ‘cap and trade’ lög sett, né kolefnisgjald eða nokkur sú kolefnistengda helsislöggjöf sem nokkru skiptir í Bandaríkjunum, eða öðrum löndum sem ekki hafa tekið upp löggjöf tengda gróðurhúsalofttegundum.

Ég get einnig sagt að þau lönd sem hafa undirbúið markaði með kolefniskvóta munu fasa því ráðabruggi út á næstu árum. 

Malgosia & Al GoreMeira að segja örlög IPCC, þeirrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna um þverþjóðleg úrræði vegna veðurfarsbreytinga sem hefur verið hryggurinn í málflutningi dómsdagsspámannanna í meira en tvo áratugi, eru nú í mikilli óvissu.

Climategate gögnin staðfesta það sem efasemdamenn hafa sagt árum saman:

Þau staðfesta að ferli vísindalegrar jafningjarýni hefur verið spillt, að ‘vísindamenn’ hafi fengið ógagnrýna félaga til að rýna greinar sínar.  Íslendingar myndu kannski kalla það ‘einkavinarýni’.

Þau staðfesta að vísindatímarit hafa orðið spillingu að bráð.  Að útgáfum blaða var hótað með viðskiptamissi ef þeir spiluðu ekki með dómsdagsspámönnunum.  Að ritstjórum var hótað uppsögn.

Þau staðfesta að gengið var kerfisbundið framhjá vísindamönnum sem höfðu efasemdir, af helstu vettvöngum fyrir vísindagreinar.

Tölvupóstarnir sýna einnig að blaðaönnum var hótað að þeir yrðu sniðgengnir ef þeir rugguðu bátnum.

Tölvupóstarnir staðfesta að vísindin sjálf eru grunsamleg.  Að dómsdagsspámennirnir sjálfir gátu ekki reiknað dómsdag úr gögnunum.  Þeir ræddu sín á milli sum atriði sem efasemdamenn höfðu vakið athygli á og viðurkenndu sín á milli að þeir hefðu engin svör við þeim.

Climategate tölvupóstarnir staðfesta að dómsdagsspámennirnir voru svo einbeittir í að hylja hrágögnin frá hnýsnum hugum að þeir voru reiðubúnir að brjóta lög til að fela þau, og að þeir brutu lögin með því að forðast að uppfylla beiðnir sem sendar voru inn með tilvísun til upplýsingalaga ‘Freedom of Information’.

Climategate tölvupóstarnir staðfesta að hrágögnum, safnað frá öllum hornum veraldar, var eytt.  Svo virðist að hrá mæligögn frá Bretlandi vanti allt frá 1850.

Lesið allt erindi Solomons hér.

Creative Commons License mynd: heyjohngreen

CC mynd: Steve Jurvetson from Menlo Park, USA

2 athugasemdir við “Frelsi frá umhverfiskreddunum

  1. Bakvísun: Skamm DV
  2. Bakvísun: Verstu stimplarnir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s