Facebook fær feitt einkaleyfi

Facebook hefur verið veitt hugbúnaðareinkaleyfi á ‘fréttastraumi um notanda samfélagsvefs’.  Þetta einkaleyfi geta þeir nú fræðilega séð notað til að þrengja að samkeppni með því að lögsækja aðra samfélagsvefi sem þeir telja ‘ganga á einkaleyfi sitt’, eða taka af þeim skatt að geðþótta.  Það er samt langt frá því að vera borðliggjandi.  Einkaleyfi, sérstaklega í hugbúnaði, eru alhliða gallagripir sem gera engum gott, nema risum.

Til dæmis, ef Microsoft færi út í að gera nákvæma eftirlíkingu af Facebook, þá kæmist Facebook ekki langt með lögsókn á hendur hugbúnaðarrisanum.  Microsoft gæti viðurkennt einkaleyfi Facebook, en dregið fram heila möppu af einkaleyfum sínum, sem Facebook væri að brjóta.

Rótin að þessum vanda liggur í því að hugbúnaðareinkaleyfi og skilgreiningar á ‘hugverkum’ (intellectual property) eru gefin út á allt of almenn hugtök. 

Richard Stallman kom til Íslands fyrir nokkrum árum og hélt tvo athyglisverða fyrirlestra, annan þeirra um einkaleyfi á hugbúnaði eða ‘hugverkum’.  Hann tók eftirfarandi dæmi um fáránleika þessara einkaleyfa:

Fyrir nokkrum árum átti aðili bandarískt einkaleyfi – það kann að vera útrunnið nú – en það gildir um eðlilega röð endurreiknunar í töflureikni.  Hvað þýðir þetta?  Það þýðir að þegar fyrstu töflureiknarnir komu á markað, þá voru gildi reita alltaf reiknuð að ofan og niður.  Af því leiddi að ef gildi reitar ræðst af gildi annars reitar sem er neðar í skjalinu, þá væri það ekki rétt ef skjalið væri reiknað einu sinni.  Reikna yrði skjalið upp á nýtt til að fá rétt gildi.  Það er augljóst að betra er að reikna í réttri röð, þannig að ef gildi reitar A er háð gildi retiar B, þá skal reikna B fyrst og svo A.  Það er einföld leið til að endurreiknun í einni lotu gefi rétt gildi.

Ef leitað var í einkaleyfagrunni með orðinu ‘töflureikninr’ eða ‘endurreikna’ þá kom ekkert fram.  Það var vegna þess að einkaleyfið var sett fram í sambandi við þýðendur, hugbúnað sem þýðir forritunarmál yfir á vélamál og náði einfaldlega yfir allar mögulegar leiðir til að forrita þetta algrím [topological sorting].

Í raun er afar erfitt að vita hvað einkaleyfi í hugbúnaði nær yfir, nema með ýtarlegum rannsóknum.  Það gerir þau ólík hefðbundnum einkaleyfum þar sem veitt er einkaleyfi á einhverjum áþreifanlegum hlut. 

Lýsa má sama hugtakinu með allt öðrum orðum og það gerir einkaleyfastofunni erfitt að fylgjast með hvað þegar er búið að veita einkaleyfi fyrir.  Þannig eru til dæmis til tvö einkaleyfi sem taka á LZW gagnaþjöppun.  Það fyrra var gefið út 1985 og það seinna 1989, að mig minnir.

Í stuttu máli, þá eru einkaleyfi verkfæri stóru aðilanna til að kúga þá minni, verkfæri einokunnar, fákeppni og markaðsmisnotkunar.  Neytendur, menn með sniðugar hugmyndir og sprotafyrirtæki njóta ekki góðs af einkaleyfum, þau verja alls ekki litlu aðilana með sniðugar hugmyndir heldur þvert á móti hlekkja þá meðan stóru auðhringirnir með stóru, þykku einkaleyfamöppurnar sínar geta stolið öllum hugmyndum og kúgað þá litlu.

Hér er eftirskrift af svipuðum fyrirlestri frá Stallman og þeim er hann hélt hér á Íslandi.

http://www.allfacebook.com/2010/02/facebook-feed-patent/

CC mynd: Elke Wetzig, Wikimedia

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s