Ríkisstjórn glæpamanna og ræningja

Joe Stack

„Á minni lífstíð get ég sagt með mikilli vissu að enginn pólitíkus hefur greitt atkvæði um nokkurt mál með hagsmuni mína eða minna líkra í huga.  Þeir hafa heldur engan áhuga á mér eða því sem ég hef  að segja um nokkurn hlut.“
Joe Stack.

Fimmtudaginn 18 febrúar 2010 flaug Joseph Stack, 53 ára hugbúnaðarsérfræðingur í fjárhagsvanda, lítilli flugvél sinni á byggingu skattayfirvalda í Austin, Texas.  Hann lætur eftir sig konu, stjúpdóttur og sjálfsvígsbréf sem hann birti á vefsíðu hugbúnaðarfyrirtækis síns.  Daginn eftir höfðu ýmsir fjölmiðlaspekingar bæði á hægri og vinstri væng hrægammsins afgreitt mál hans sem brjálæðings á jaðrinum, og hver sem var sammála Stack um ósanngjörn stjórnvöld var stimplaður sem rugludallur.

En þrátt fyrir að við getum, og eigum að vera ósammála sturluðum úrræðum Stacks, þá ætti fólk ekki að vísa rót skaprauna hans á bug.

Stack er hvorki hetja né píslarvottur.  Né er hann tæknilega séð hryðjuverkamaður.  Hann er frekar afurð kerfis sem tekur lítið tillit til þeirra fráhverfu, óánægðu og málsvaralausu.  Og þó Stack hafi verið einn í stjórnklefa litlu Piper Cherokee vélarinnar, þá er hann ekki einn um óánægju og svekkelsi í garð kerfisins.

Stack er fulltrúi vaxandi stéttar Bandaríkjamanna sem eru að átta sig á þeim raunveruleika að stjórnvöld og stjórnkerfið vinnur ekki lengur eins og því var ætlað, það er að segja, það vinnur ekki lengur fyrir almenning.  Þess í stað höfum við stjórn elítufólks samsetta af pólitíkusum og ókjörnum skriffinnum sem hafa þá sýn á hinn venjulega borgara að hann sé lítið annað en uppspretta fyrir skattfé og vinnuafl til að knýja tannhjól ríkisapparatsins. 

Við höfum farið frá „stjórn fólksins, af fólkinu, fyrir fólkið“ yfir í stjórnkerfi sem fólk sér sem samtök glæpalýðs og ræningja, ríkisstjórn úlfa í sauðsgæru.

http://www.lewrockwell.com/orig8/whitehead8.1.1.html

Sjá einnig 2010: Hrun, hryðjuverk og fleira

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s